Úr Hálendinu eftir Steinar Braga | From Steinar Bragi’s Highlands

Af hverju er þetta blogg svo illa skrifað?
Af því að ég er að læra íslensku. Enda ég veit að opinber vansæmd er, því miður, beinasta leið til fullkomnunar. Ef það verður of leiðinlegt að lesa bloggfærslur á illa skrifaðri íslensku þá er það alltaf hægt að lesa bloggið á ensku neðri! Og leiðréttingar eru alltaf velkomnir: bara skrifaðu neðri.
Scroll down for English text

Dagur 165 | Day 165

Hér stendur þáttur úr nýlegustu skáldsögu eftir Steinar Braga, Hálendinu, sem er orðin ein af mínum uppáhaldskreppubókum hingað til. Þátturinn birtist í sögunni þar sem einhver persóna flettir nokkru þjóðsagnasafni (bls. 198–200). Ég hef ekki svo mikið að segja um þáttinn (en ég skrifa dálítið um hann neðri), heldur fannst hann mér klár og svo vildi ég einfaldlega þýða hann á ensku og deila hann.

Here’s a tale-within-a-tale from Steinar Bragi‘s most recent novel, The Highlands (referring to the volcanic wastes in the interior of Iceland), one of my favourite Icelandic financial crisis books so far. The story appears when one of the characters finds herself leafing through a book of folktales (pp. 198–200). I don’t have much to say about it here (though I do say a bit below anyway!): it just caught my eye and I mostly just wanted to translate it into English and share it.

Í sögnunni sagði frá manni sem villtist í hríð uppi á Hofsjökli og varð viðskila við ferðafélaga sína, meðlimi gönguhóps úr bænum. Eftir að stytti upp gekk maðurinn niður af jöklinum og óttaðist ekkert þar sem hann var ágætlega búin. Brátt kom hann að djúpum, grösugum dal á jaðri jökulsins, sem maðurinn mundi ekki eftir að hafa heyrt um áður. Dalurinn var gróðursæll og á rann eftir honum miðjum. The story was about a man who got lost for a while up on Hofsjökull and became separated from his companions, who were members of a hiking group from town. After the weather cleared the man walked down off the glacier and, being well equipped, he wasn’t too worried. Soon he came to a deep, grassy valley at the edge of the glacier, which he didn’t remember ever hearing about before. The valley was verdant, with a river running down the middle.
Maðurinn gekk niður í dalinn og fylgdi ánni þar til hann kom að bæ þar sem hann knúði dyra. Tvö horuð börn opnuðu fyrir honum og leiddu inn í stofu þar sem sátu enn horaðri hjón ásamt með litlu kvikindi sem var í óðaönn að éta sig ofan í mikla kjöthrúgu á diski. Hjónin buðu manninn velkominn, settu fyrir hann disk og skömmtuðu glærri súpu, eins og þeirri sem þau átu sjálf með börnum sínum en sem var mjög frábrugðin þeim gerningi sem kvikindið hafði. The man walked down into the valley and followed the river until he came to a farm, where he knocked at the door. Two thin children opened it and led him into the main room, where an even thinner couple were seated, along with a little creature which was intent on eating through a huge plateful of meat. The couple welcomed the man and laid him a place, and then served him some thin soup like they and their children were eating, and which was far short of the deal the creature had got.
Kvikindið var undarlegt bæði í útliti og háttum, hæð þess var litlu meiri en barnanna en bakið bogið og andlitið eins og á gamlinga. Það leit aldrei upp frá diskinum en þó var eins og það sæi allt í kringum sig þar sem augun tróndu óvenju hátt á enninu. Það klæddist litríkum fötum, rauðum, gulum og bláum, svo björtum að óþægilegt var að horfa á þau. Þegar grannt var skoðað sást að húðin hékk skökk utan á kvikindinu, næstum eins og henni hefði verið fleygt yfir það í skyndingu, og hér og þar glitti í rjött, gljáandi kjöt, sem rifnaði og lak út á húðina ef kvikindið hreyfði sig. Lyktin af því var römm, líktist blöndu af saur og úldnum fiski sem lagði um allt húsið. The creature looked strange and behaved as strangely: it was hardly taller than the children, its back bent, and its face like an old person’s. It never looked up from the plate, and yet it was as though it could see all around it because its eyes were perched so high up in its forehead. It was dressed in colourful clothes—red, yellow, and blue, so bright that it was hard to look at them. If you looked closely, you could see that the creature’s skin hung loosely on it, almost as if it had been thrown on in a hurry, and here and there glimmered red, shining flesh, which burst and slid through the skin if the creature moved. It had a pungent smell, like a mix of excrement and rotten fish, which hung over the whole house.
Maðurinn tók til súpu sinnar og reyndi að komast að því hvar hann væri staddur, en augun drögust alltaf aftur að þessu litla, viðurstyggilega kvikindi við borðsendann, einsog dáleidd. Eftir að hafa hreinsað af diskinum hvarf það út og maðurinn spurði hver þetta væri. Hjönin sögðu „litla manninn“, eins og þau kölluðu hann, hafa komið til þeirra nokkrum vikum áður, hann væri þeim mikill aufúsugestur og þau vildu allt fyrir hann gera. Manninum blöskraði þetta og þreif til sín annað af börnunum, kleip um handlegg þess sem var ekki nema bein og spurði hvort þau sæju ekki að börnin þeirr[a] syltu, rétt eins og þau sjálf, og hvers vegna þau létu kvikindið ganga fyrir. Þá svöruðu þau einum rómi: Það hefur svo fögur klæði. The man started on his soup and tried to work out whereabouts he was, but his eyes kept being drawn back to this small, vile creature at the end of the table, just as if he was hypnotised. After clearing his plate, the man asked who this was. The couple said that the ‘little man’, as they called him, had come to them a few weeks before and that he was very welcome guest, and that they wanted to do everything they could for him. The man was horrified and pulled over one of the children, pinched at its arm, which was just skin and bone, and asked if they couldn’t see that their children were starving, as indeed there were themselves, and why they let the creature take priority. Then they all answered together: it has such beautiful clothes.
Daginn eftir um kvöldverðartíma endurtók sami leikurinn sig; kvikindið birtist við bæinn, settist í stofuna og heimtaði sitt, án þess þó að nokkuð væri sagt. Kúffullur diskur af feitu kjöti var lagður fyrir það, meðan fjölskyldan og maðurinn átu súpu. Nú gat maðurinn ekki lengur orða bundist og skammaði kvikindið en það svaraði engu, og eftir að það kláraði af diskinum hvarf það á brott. At dinnertime the next day the same performance played out: the creature appeared at the farm, sat down in the main room, and demanded dinner, without anyone speaking up. A plate heaped with fatty meat was put before it, while the family and the man ate soup. Now the man couldn’t restrain himself any longer and scolded the creature, but it didn’t reply, and after it had emptied the plate it went away.
Manninn tók að gruna ýmislegt um ástand mála og hét því að fara hvergi fyrr en fjölskyldan væri leyst úr vanda sínum. Nokkrum dögum síðar gerðist það svo að kjötið í dalnum var uppurið, enda hafði það allt verið étið af kvikindinu. Um kvöldið þegar ekkert kjöt kom á disk þess—við mikla örvæntingu fjölskyldunnar—byrjaði kvikindið að baula hátt þannig að lömun sló á viðstadda. Fyrr en varði hafði það þrifið til sín börnin tvö, fyrst drenginn, svo stúlkuna, og étið sig inn í kvið þeirra, upp í gegnum lungun og hjartað og smurði blóðinu yfir föt sín svo að þau virtist skína sem aldrei fyrr. Að þessu loknu hvarf það út um dyrnar. The man had begin to get a bit suspicious about this situation and vowed that he wouldn’t leave until the family had been freed from this misery. A few days later, it happened that all the meat in the valley was gone—it had all been eaten by the creature. That evening, when, to the utter despair of the family, no meat appeared on its plate, the creature began to roar so loudly so that everyone who heard it was paralysed. Before they knew it, it had grabbed the two children, first the boy and then the girl, and eaten its way into their bellies and up through the lungs and heart, and smeared the blood over its clothes so that they seemed to shine like never before. And after that it disappeared out through the doors.
Þegar maðurinn fékk aftur mátt til að tala krafðist hann þess að húsbóndinn vopnaðist og þeir færu saman og eltu uppi kvikindið, en húsbóndinn og húsfreyjan sögðu: Það hefur svo fögur klæði, og neituðu aðhafast nokkuð fleira. When the man regained his power of speech, he told the husband to arm himself so that they could go together and hunt the creature down. But the husband and the wife both said: it has such beautiful clothes, and refused to do anything more.
Kvöldið eftir birtist kvikindið á ný, settist við borðið og enn heimtaði það sitt. Þegar ekkert kjöt kom á diskinn byrjaði það aftur að baula, klifraði svo upp á borðið og gekk rakleitt að húsfreyjunni, lagði munninn þétt á augum hennar og saug þar til heyrðist smellur þegar augun hlupu úr tóttunum, fyrst öðrum megin og svo hinum megin. Því næst fletti það frá brjóstum húsfreyju og át þar til ekkert var eftir af þeim, og smurði blóðinu yfir klæði sín þar til þau ljómuðu skært. Að þessu loknu hvarf það á brott. Þegar maðurinn spratt á fætur og heimtaði að þeir fyndu kvikindið og dræpu sagði húsbóndinn sem fyrr: Það hefur svo fögur klæði. The next evening, the creature appeared again, sat down at the table and once more demanded dinner. When no meat appeared on the plate, it began to roar once more, climbed up on the table, and went straight for the woman, set its mouth tightly over her eyes and sucked until there was a pop, and the eyes came out of their sockets, first on one side and then on the other. Next it carved off the woman’s breasts and ate them up leaving nothing, and smeared the blood over its clothes until they shone brightly. And after that it went away. When the man jumped up and demanded that they find the creature and kill it, the husband said, as he had before: it has such beautiful clothes.
Maðurinn sá að við þetta mætti ekki una. Fyrir kvöldverð daginn eftir dreypti hann vaxi í eyru sér og lét storkna, svo töfrarnir verkuðu ekki lengur á hann. Þegar kvikindið settist og upphóf baul sitt spratt maðurinn á fætur og lagði til þess með hníf, en þá bar svo við að kvikindið hvarf. Við nánari aðgæslu sá hann að það hafði breytt sér í litla svarta flugu sem maðurinn elti marga hringi í kringum húsið og aftur inn, þar sem hann datt örmagna í gólfið. Þá hnitaði flugan hringi yfir borðinu, þar sem húsbóndinn sat og át nær gagnsæja súpuna, lenti á súpuskeiðinni og hvarf með henni upp í munn hans, þar sem kvikindið tók aftur á sig sína fyrri stærð. Við þetta sprakk höfuð bóndans og kvikindið birtist aftur, sat klofvega yfir herðum hans og laugaðist heitu blóði, klæði þess svo skínandi björt að maðurinn var nauðbeygður að líta undan. The man could see that this wouldn’t do. Before dinner the next day he dripped wax into his ears and let it solidify, so that the magic wouldn’t work on him any more. When the creature sat down and began roaring, the man jumped to his feet and attacked it with a knife, but at that moment the creature disappeared. On closer inspection, he saw that it had turned itself into a little black fly, which he chased out and around the house, over and over, and back in again, whereupon he fell down exhausted on the floor. Then the fly circled the table where the husband was sitting, still eating the almost transparent soup, landed on his soup-spoon, and disppeared with it into his mouth, whereupon the creature resumed its previous size. The husband’s head burst apart and the creature appeared again, sat on the husband’s shoulders, and bathed itself in his hot blood, its clothing so glaringly bright that the man was forced to look away.
Eftir þetta fór maðurinn burt, enda var nú enginn eftir á lífi í dalnum. Hann fylgdi ánni og gekk lengi niður í móti þar til hann kom til byggða, þar sem hann sagði söguna af púkanum sem kastaði yfir sér mannshúð og sveipaðist litum sem voru bjartari en nokkuð af þessum heimi. After this, the man went away, leaving no-one behind him alive in the valley. He followed the river and walked down a long way until he came to a settlement, where he told the story of the demon that put on human skin and covered itelf in colours brighter than anything in this world.

~ ~ ~

Þess þarf ekki hér að umræða svona vel orta sögu, en hún fannst mér sérstaklega merkileg af því að fáar af kreppubækunum sem ég er búinn að lesa skrifa svo kröftugt um hegemóníu (eða forræði): aðgerðirnar þar sem einvalalið sannfæra annað fólk að stígveldið er rétt og náttúrulegt.

Mér finnst líka áhugavert að frekar margir íslenskir höfundar nota þjóðsögur (eða réttara sagt í þessu falli yrkja „þjóðsögur“) í skáldsögunum þeirra um kreppuna—til dæmis Árni Þórarinsson í Morgunengli eða Kári Tulinius í Píslarvottum án hæfileika. Ég veit að ég hef verið að uppfæra bloggið alltof sjaldan, en kannski get ég skrifað um þetta nokkurn tíma snemma…

~ ~ ~

There’s no need for me to talk at length about this neat little tale here: I just hope you enjoyed it! But I found it especially interesting because so few of the financial crisis novels I’ve been reading write so incisively about hegemony: the business whereby elites convince the people they oppress that the oppression is actually right and proper—the natural order of things.

I’m also interested in that fact that quite a lot of these Icelandic crisis-novels I’ve been reading include (pseudo-)folktales—for example Árni Þorarinsson’s Morgunengill and Kári Tulinius’s Píslarvottar án hæfileika. I know I’ve been updating this blog all to seldom, but perhaps I’ll manage to get something written about that soon…

In the meantime, I hope you enjoyed this bit of Hálendið. If you read French or Swedish, it’s also available in translation: see the English Wikipedia entry for details (but don’t read the synopsis!).

About alarichall

http://www.alarichall.org.uk
This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a comment